Ginnir ehf logo

Vefur í vinnslu

Eggert (Eddi) á síðu internet movie database

Ginnir ehf.

Ginnir ehf er eitt af leiðandi fyrirtækjum Íslands í hönnun, listrænni stjórnun og brellugerð fyrir kvikmyndir.

Fyrirtækið var stofnað 1996 af Eggerti Ketilssyni en hann hefur verið starfandi frá árinu 1989 við kvikmyndagerð og hönnun.

Starfsemi okkar er skipt niður í Leikmyndahönnun, Brellugerð, Art direction, Innanhúshönnun og Viðburðahönnun.

Ginnir er hluti af alþjóðlegu neti Snow Business sem sérhæfir sig í vörum og tækjum fyrir vetrar, ís og hamfara brellur og leikmyndir.

Félagið býr yfir víðtækri reynslu á sviði hönnunar og tæknibrellna fyrir kvikmyndir en auk þess höfum við hannað upplifun og rými fyrir ýmis innlend fyrirtæki svo sem Icelandair,Air Iceland Connect Elko, Hamborgara Fabrikkuna ofl.

Við erum með starfstöð – skrifstofu og vinnustofu í Reykjavík og höfum allan búnað og tæki sem þarf fyrir kvikmynda- leikhús brellur og leikmyndagerð.

Fyrirtækið býr yfir öflugum flota bifreiða sérhæfðum fyrir íslenskar aðstæður.

Við störfum af ábyrgð og erum með tæknimenn með öll nauðsynleg réttindi svo sem sprengjuréttindi, meira próf bifreiða og vinnuvéla próf.

Fyrir upplýsingar vinsamlega hafið samband, við erum alltaf við símann og tölvuna.

Hlekkur á síðu the snowbusiness network

Notið formið til að hafa samband eða upplýsingarnar hér á síðunni

is_ISIcelandic